Fyrirgefiði mér! Ég hef verið rosalega upptekin. Ég veit, lélegasta afsökunin í bókinni. Eins og þið sjáið þá er ég að skrifa á íslensku. Ég held að það sé bara betra þar sem það eru ekki margir útlendingar að lesa bloggið mitt.
Í dag ætla ég að sýna ykkur mjög fljóta en flotta hárgreiðslu sem ég er oft að sjá og dást að.
Þetta er svokallað kúlutagl eða "bubble ponytail" og tekur ekki nema 1-2 mínútur í mesta lagi.
#1 skref:
Þegar þú ert búin að greiða allar flækjur úr hárinu settu þá hárið í venjulegt tagl.
#2 skref:
Taktu litla gúmmíteygju og myndaðu litla kúlu nokkrum sentímetrum fyrir neðan taglið.
#3 skref:
Haltu áfram að gera nokkrar kúlur í viðbót. Að því loknu geturu tosað hárið til þar til þú ert ánægð með útkomuna.
Voila!
Mér finnst þetta mjög kúl hárgreiðsla! Kommentið endilega einhverjar hugmyndir sem ég get gert.
Ég ætla að reyna að vera aðeins virkari hérna en eins og ég sagði hér fyrir ofan þá hefur verið rosalega mikið að gera upp á síðkastið í sambandi við skólann og tónlistina.
Hey my foreign readers! If you are trying to read these weird words and don't understand anything at all, that's because this is in Icelandic. Yes you heard me. (or read me). I think I'm going to change to Icelandic instead of writing in English if nobody from another country except Iceland is reading my blog. Please comment down below if you want me to still write in English!
xoxo
-Þórhildur