Jæja, gleðilegt sumar! Fyrir nokkrum vikum.
Ég var búin að lofa að láta ykkur ekki bíða í þrjá mánuði.
Úpps.
Ég er búin að eiga Pinterest síðu í þó nokkurn tíma en aldrei almennilega notað hana. Nema í gær.
Og í fyrradag. Og daginn þar áður. Já, ég skal segja ykkur það að ég hreinlega elska þessa síðu.
Þetta er svipað Tumblr en miklu þæginlegri. Þú getur búið til allskonar möppur um það sem þér dettur í hug.
Ég er nú bara nýbyrjuð og hef gert eina möppu sem ég kalla summer craving. Ég þrái sumarið. Núna.
Ég er með 2 fylgjendur á Pinterest, þið megið endilega fylgja mér þar híhí.
Hér eru nokkrar myndir sem ég "festi" í möppuna:
xxxx
Þórhildur
P.S. Ég er ekki sponsoruð af Pinterest ef þú heldur það, ég bara dýrka síðuna.