22.2.14

valentínusardagurinn: ootd

Halló kæru lesendur mínir. 

já ég tók mér smá pásu. já ég veit. 3 mánuðir. afsakið.

Í dag ætla ég að sýna ykkur hverju ég klæddist á Valentínusardaginn mikla.
Meðan ég man þá var ég ekki á stefnumóti, ég var í afmæli.




Buxurnar fékk ég í Brandy Melville. Án nokkurs efa þæginlegustu buxur sem ég hef prófað.
Þær eru svo léttar og "flowy" að það liggur við að þú sért ekki í neinum buxum. Á góðan hátt sko.


Bolurinn er úr Topshop og fékk ég hann í afmælisgjöf í fyrra. Mér finnst hann afar fallegur og smáatriðin eru það sem gerir hann ennþá flottari.



Gleðileg jól. Gleðilegt nýtt ár. Til hamingju með yndislegu hálkuna sem er búin að fylgja okkur í allan vetur <3
Mikið búið að gerast. Ég ætla að reyna að vera duglegri að blogga. Skjótið endilega einhverjum góðum hugmyndum í kommentunum. Ég ætla annars ekki að hafa þetta lengra í bili.
Sjáumst. Bráðum. Allavega ekki eftir þrjá mánuði, vonandi.


xoxo,
Þórhildur

p.s. ég er líka komin með spangir. vúhú.