16.5.14

summer craving

Jæja, gleðilegt sumar! Fyrir nokkrum vikum.
Ég var búin að lofa að láta ykkur ekki bíða í þrjá mánuði.
Úpps.

Ég er búin að eiga Pinterest síðu í þó nokkurn tíma en aldrei almennilega notað hana. Nema í gær.
Og í fyrradag. Og daginn þar áður. Já, ég skal segja ykkur það að ég hreinlega elska þessa síðu.
Þetta er svipað Tumblr en miklu þæginlegri. Þú getur búið til allskonar möppur um það sem þér dettur í hug.
Ég er nú bara nýbyrjuð og hef gert eina möppu sem ég kalla summer craving. Ég þrái sumarið. Núna.

Ég er með 2 fylgjendur á Pinterest, þið megið endilega fylgja mér þar híhí.
Hér eru nokkrar myndir sem ég "festi" í möppuna:







xxxx
Þórhildur

P.S. Ég er ekki sponsoruð af Pinterest ef þú heldur það, ég bara dýrka síðuna.

22.2.14

valentínusardagurinn: ootd

Halló kæru lesendur mínir. 

já ég tók mér smá pásu. já ég veit. 3 mánuðir. afsakið.

Í dag ætla ég að sýna ykkur hverju ég klæddist á Valentínusardaginn mikla.
Meðan ég man þá var ég ekki á stefnumóti, ég var í afmæli.




Buxurnar fékk ég í Brandy Melville. Án nokkurs efa þæginlegustu buxur sem ég hef prófað.
Þær eru svo léttar og "flowy" að það liggur við að þú sért ekki í neinum buxum. Á góðan hátt sko.


Bolurinn er úr Topshop og fékk ég hann í afmælisgjöf í fyrra. Mér finnst hann afar fallegur og smáatriðin eru það sem gerir hann ennþá flottari.



Gleðileg jól. Gleðilegt nýtt ár. Til hamingju með yndislegu hálkuna sem er búin að fylgja okkur í allan vetur <3
Mikið búið að gerast. Ég ætla að reyna að vera duglegri að blogga. Skjótið endilega einhverjum góðum hugmyndum í kommentunum. Ég ætla annars ekki að hafa þetta lengra í bili.
Sjáumst. Bráðum. Allavega ekki eftir þrjá mánuði, vonandi.


xoxo,
Þórhildur

p.s. ég er líka komin með spangir. vúhú.