16.5.14

summer craving

Jæja, gleðilegt sumar! Fyrir nokkrum vikum.
Ég var búin að lofa að láta ykkur ekki bíða í þrjá mánuði.
Úpps.

Ég er búin að eiga Pinterest síðu í þó nokkurn tíma en aldrei almennilega notað hana. Nema í gær.
Og í fyrradag. Og daginn þar áður. Já, ég skal segja ykkur það að ég hreinlega elska þessa síðu.
Þetta er svipað Tumblr en miklu þæginlegri. Þú getur búið til allskonar möppur um það sem þér dettur í hug.
Ég er nú bara nýbyrjuð og hef gert eina möppu sem ég kalla summer craving. Ég þrái sumarið. Núna.

Ég er með 2 fylgjendur á Pinterest, þið megið endilega fylgja mér þar híhí.
Hér eru nokkrar myndir sem ég "festi" í möppuna:







xxxx
Þórhildur

P.S. Ég er ekki sponsoruð af Pinterest ef þú heldur það, ég bara dýrka síðuna.

22.2.14

valentínusardagurinn: ootd

Halló kæru lesendur mínir. 

já ég tók mér smá pásu. já ég veit. 3 mánuðir. afsakið.

Í dag ætla ég að sýna ykkur hverju ég klæddist á Valentínusardaginn mikla.
Meðan ég man þá var ég ekki á stefnumóti, ég var í afmæli.




Buxurnar fékk ég í Brandy Melville. Án nokkurs efa þæginlegustu buxur sem ég hef prófað.
Þær eru svo léttar og "flowy" að það liggur við að þú sért ekki í neinum buxum. Á góðan hátt sko.


Bolurinn er úr Topshop og fékk ég hann í afmælisgjöf í fyrra. Mér finnst hann afar fallegur og smáatriðin eru það sem gerir hann ennþá flottari.



Gleðileg jól. Gleðilegt nýtt ár. Til hamingju með yndislegu hálkuna sem er búin að fylgja okkur í allan vetur <3
Mikið búið að gerast. Ég ætla að reyna að vera duglegri að blogga. Skjótið endilega einhverjum góðum hugmyndum í kommentunum. Ég ætla annars ekki að hafa þetta lengra í bili.
Sjáumst. Bráðum. Allavega ekki eftir þrjá mánuði, vonandi.


xoxo,
Þórhildur

p.s. ég er líka komin með spangir. vúhú.

16.11.13

winter wonderland ❄

Já!
Fátt er betra en að vakna við dásamlega snjókomu.
Snjórinn er kominn og ég vona að hann verði áfram. Ekki láta rigninguna skemma þennan dýrindis snjó.
Ég fór út í garð og tók nokkrar myndir. Ó hvað maður fer í mikið jólaskap við þessa dúnmjúku fönn.
Jæja, hér eru myndirnar sem ég tók.







Einungis 38 dagar í jólin! Fannst þetta eiga við hehe.

kveðja,
ein sem er að drepast úr spenningi

28.10.13

asos kápa

Ég pantaði mér fyrir u.þ.b. viku kápu á Asos. Mér finnst þægilegt að versla hjá Asos því það sendir frítt heim! Kápan kom send í pósti á föstudaginn var og er ég alsæl með hana. Hún er ekki eins og þykk og ég vonaðist til en ég verð bara í hlýrri peysu undir ;)

Kápan er dökkblá "skater" kápa. Mér finnst hún mjög falleg og ég hlakka til að nota hana í vetur.


xxxxxxxxx

-Þórhildur

20.10.13

bubble ponytail

Fyrirgefiði mér! Ég hef verið rosalega upptekin. Ég veit, lélegasta afsökunin í bókinni. Eins og þið sjáið þá er ég að skrifa á íslensku. Ég held að það sé bara betra þar sem það eru ekki margir útlendingar að lesa bloggið mitt.

Í dag ætla ég að sýna ykkur mjög fljóta en flotta hárgreiðslu sem ég er oft að sjá og dást að.
Þetta er svokallað kúlutagl eða "bubble ponytail" og tekur ekki nema 1-2 mínútur í mesta lagi.


#1 skref:


Þegar þú ert búin að greiða allar flækjur úr hárinu settu þá hárið í venjulegt tagl.

#2 skref:


Taktu litla gúmmíteygju og myndaðu litla kúlu nokkrum sentímetrum fyrir neðan taglið.

#3 skref:


Haltu áfram að gera nokkrar kúlur í viðbót. Að því loknu geturu tosað hárið til þar til þú ert ánægð með útkomuna.


Voila!

Mér finnst þetta mjög kúl hárgreiðsla! Kommentið endilega einhverjar hugmyndir sem ég get gert.
Ég ætla að reyna að vera aðeins virkari hérna en eins og ég sagði hér fyrir ofan þá hefur verið rosalega mikið að gera upp á síðkastið í sambandi við skólann og tónlistina.

Hey my foreign readers! If you are trying to read these weird words and don't understand anything at all, that's because this is in Icelandic. Yes you heard me. (or read me). I think I'm going to change to Icelandic instead of writing in English if nobody from another country except Iceland is reading my blog. Please comment down below if you want me to still write in English!

xoxo

-Þórhildur